Iceland

Iceland

Styrktu verndun evrópskra spendýra!

Spendýrafélag Evrópu hefur hrint í framkvæmd nýju risastóru verkefni sem lýtur að því að kortleggja útbreiðslu allra evrópskra spendýra. Í því skyni hefur nú verið sett af stað opinber söfnun til að hægt sé að ná eftirfarandi markmiðum:

1. Að ákvarða útbreiðslu um það bil 270 tegunda spendýra sem finnast í Evrópu, á svæði sem spannar 11.442.500 km². Að nota gögnin til að vinna að endurútgáfu Alfræðirits um spendýr Evrópu (Atlas of European Mammals) og gefa hana út árið 2024.Að í bókinni verði hverri tegund gerð skil á staðreyndasíðu með fallegri litmynd, útbreiðslukorti og texta með áhugaverðum upplýsingum um tegundina sem ritaður verður af sérfræðingi. Þekking á útbreiðslu tegunda er nauðsynleg fyrir verndun þeirra.

2. Að efla vísindarannsóknir á evrópskum spendýrum.

Stýrihópur 11 vísindamanna, sem meðal annars starfa við rannsóknir og verndun búsvæða og tegunda, hefur yfirumsjón með verkefninu. Þeir halda m.a. utan um og samþætta framlög fulltrúa frá 42 landi, sem bera ábyrgð á upplýsingaöflun og kortlagningu spendýra í sínu landi. Þúsundir manna um alla Evrópu taka þátt í öflun gagna í þágu þessa verkefnis.

Nú er brýnt að afla fjár til að kaupa nauðsynleg tæki til kortlagningarinnar, svo sem fjarstýrðar myndavélar og gildrur ýmiskonar, og mæta öðrum kostnaði. Áhersla verður lögð á að styðja við vísindamenn í þeim löndum þar sem engan eða lítinn stuðning er að fá frá yfirvöldum.

Vilt þú leggja þitt af mörkum til að vernda spendýr Evrópu? Framlag þitt hér!

Help to protect Europe’s mammals by

Scroll to top